top of page

Hver erum við?

LAKRITSFABRIKEN_LOGO_560px.png

Lakritsfabriken framleiðir fyrsta flokks lakkrís úr hágæða hráefnum.

Vörurnar innihalda mikið magn lakkríss og eru alltaf glútein- og gelatín lausar.

Hverjum kassa er handpakkað í fallegar umbúðir. 

Vilmas logo.webp

Vilmas er sælkera súrdeigs hrökk-kex frá sænska framleiðandanum Fjällbergets Bageri & Deli. Kexið er lífrænt og glúteinlaust og inni-heldur einungis hágæða innihalds-efni. Fjällbergets Bageri & Deli er vottuð hveiti- og glúteinlaus framleiðsla og er allt framleitt á staðnum. Kexið er frábært með ostum, allskonar áleggi, með mat eða bara eitt og sér.

FN logo.JPG

Functional Nutrition eru hágæða dönsk fæðubótarefni. Sérstök áhersla er lögð á gagnsæi og áreiðanleika í innihaldslýsingum og eru allar vörurnar prófaðar hjá utanaðkomandi rannsóknarstofum. Functional Nutrition vörurnar eru bragðgóðar án þess að slegið sé af kröfum um gæði og í vörurnar eru einungis notuð hágæða innihalds-efni. Mikil og öflug vöruþróun fer fram hjá fyrirtækinu og því alltaf von á spennandi nýjungum. Functional Nutrition vörunar henta jafn vel fyrir atvinnuíþróttafólk og þá sem stunda heilbrigðan lífsstíl og vilja bragðgóða viðbót við holla fæðu. Hér getur þú skoðað heimasíðu Functional Nutrition á Íslandi.

Veganz logo.JPG

Veganz framleiðir fjölbreytt úrval af hágæða vegan vörum. Veganz er umhugað um umhverfið og fyrirtækið leggur mikla áherslu á að lágmarka umhverfisáhrif af framleiðslu sinna vara. Flestar vörur Veganz eru framleiddar í Evrópu og 75% þeirra eru vottaðar lífrænar. Umbúðir eru umhverfisvænar eða endurunnar. Í samstarfi við Eaternity Institute hefur Veganz reiknað umhverfisáhrif framleiðslu sinnar og birtir á umbúðum hverrar vöru. Kynntu þér allt um umhverfisútreikninga Veganz hér

Raritet er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2013. Við sérhæfum okkur í vönduðum vörum unnum úr hágæða hráefnum. 

La Praline logo.jpg

La Praline Scandinavia er einn fremsti súkkulaðiframleiðandi á Norðurlöndunum.

Þetta sænska fjölskyldufyrirtæki framleiðir unaðslegar rjómakenndar trufflur. Trufflurnar eru húðaðar með kakódufti og bráðna í munni. 

SPD logo.jpg

Swedish Protein Deli prótein kexið frá sænska framleiðandanum Fjällbergets Bageri & Deli er 100% náttúrulegt með mjög háu prótein innihaldi. Það inniheldur ekki korn, glútein, soya eða pálmaolíu og er án viðbætts sykurs. Kexið er tilvalið með hollri ídýfu, hummus eða öðru áleggi eða bara eitt og sér sem snarl. Frábær, náttúruleg prótein bomba fyrir íþróttafólk eða sem hollur valkostur við tilbúið snakk.

STATE_BLACK_LOGO.png

STATE Energy er ný tegund af orkudrykk sem er þróaður í samvinnu við fjölda alþjóðlegs afreks-íþróttafólks og sérfræðinga og framleitt úr bestu fáanlegu hráefnum. STATE Energy drykkirnir innihalda koffein, tárín og níasín en auk þess einnig B6 og B12 vítamín sem hjálpa til við að draga úr þreytu auk palatínós sem tryggir hægari hækkun blóðsykurs en venjulegur hvítur sykur. STATE inniheldur auk þess 300 mg af þykkni úr náttúrulegu grænu tei. STATE orkudrykkirnir tryggja lengri og jafnari orku en aðrir orkudrykkir á markaðnum. STATE er þróað og framleitt í Danmörku. Hér getur þú skoðað heimasíðu STATE Energy á Íslandi.

SHI logo.JPG

Swedish Herbal Institute hefur undanfarin rúm 30 ár rannsakað virkni svokallaðra Adaptogena og framleitt einstakar vörur með klínískri virkni. Adapt Energy Boost og Adapt Sport eru klínískt rannsakaðar vörur með skjalfesta virkni og hafa verið seldar víða í heiminum í áratugi. SHI hefur fengið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir vörur sínar.  Fyrirtækið er eitt það virtasta í rannsóknum á adaptógenum. Jurtir sem tilheyra adaptógenum eru t.d. Burnirót, Makka, Ashwaganda og Ginseng.

bottom of page