top of page

Aukin orka og einbeiting í leik og starfi

Updated: Dec 17, 2020


Adapt bætiefnin eru hönnuð til að auka orku og hjálpa fólki að höndla

streitu. Þau hafa hjálpað Kolbrúnu Fjólu Arnarsdóttur, menntaskólakennara

og líkamsræktarþjálfara, að ná orku og einbeitingu eftir væga kulnun.


Hjálpaði mér að ná upp orku og einbeitingu á ný


Ég er búin að taka þessa vöru í nokkrar vikur núna og ég er strax farin að finna mun, fyrst og fremst það að ég er með betri yfirsýn yfir hlutina núna og minnislekinn gerir ekki eins oft vart við sig.

Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir er 38 ára íþrótta- og heilsufræðingur og tveggja barna móðir. Hún kennir lýðheilsutengdar greinar við Menntaskólann á Ísafirði og vaknar klukkan hálf sex á morgnana til að kenna líkamsrækt, en hún hefur þjálfað síðan árið 2002.


Þar fyrir utan starfar hún sem leiðsögumaður á sumrin, kennir skyndihjálp af og til og á fimm vikna fresti er hún með vaktsíma fyrir öryggishnapp aldraðra allan sólarhringinn, viku í senn.

Kolbrún fékk væga kulnun vegna vinnu í fyrravor, en hefur náð góðum bata.


Kolbrún sá auglýsingu fyrir Adapt Life þar sem kom fram að það gæti hjálpað fólki að höndla streitu og álag og segir að það hafi kallað á hana. „Eftir að hafa verið að vinna alltof mikið alltof lengi þá var ég orðin líkamlega og andlega orkulaus. Ég átti í raun ekkert eftir til að gefa af mér þegar heim var komið,“ segir hún. „Eitt af því sem dró mig að Adapt Life var að þetta á að auka einbeitinguna og losa mann við minnislekann, sem hentar mér mjög vel vegna þess að ég er með ADHD en vil ekki vera á lyfjum vegna þess.


Ég var alltaf þreytt og hausinn var ekki alveg að virka. Mér fannst ég þurfa að taka til í höfðinu á mér,“ segir Kolbrún. „Ég er búin að taka þessa vöru í nokkrar vikur núna og ég er strax farin að finna mun, fyrst og fremst það að ég er með betri yfirsýn yfir hlutina núna og minnislekinn gerir ekki eins oft vart við sig. Í raun er ég að nýta sjálfa mig betur.“ Kolbrún segist ekki hafa fundið mun strax en að hún finni hann koma hægt og rólega. Eftir nokkra daga tók hún eftir því að hún hefði verið orkumeiri og orkan hefði verið jafnari.


„Fyrstu dagana var ég alltaf á iði, eins og alltaf, og reyndi eins og svo oft áður að stytta mér leið þegar kom að kvöldmatnum, en núna nenni ég að hafa meira fyrir honum,“ segir Kolbrún. „Ég veit ekki hvort það er út af aukinni orku eða betra jafnvægi í huganum. Almennt séð finnst mér ég vera með jafnari orku, jafnvel þó að ég sé oft að gera hluti sem reyna á á ólíkan hátt á milli daga.


Eftir að hafa keyrt sig í kaf eins og ég gerði tekur langan tíma að ná sér. Stundum koma góðir dagar og þá er hætta á að maður klári orkuna því maður fer of geyst af stað, en Adapt Life hjálpar mér að vera rólegri og stöðugri,“ segir Kolbrún. „En það besta við þetta er klárlega yfirsýnin sem mér finnst ég hafa fengið. Það er líka frábært að nenna núna að nota heilann og orkuna í alla þessa litlu hluti í lífinu sem maður á að gera en gerir oft ekki. Auðvitað er þetta engin töfralausn og þetta virkar mismunandi á fólk,“ segir Kolbrún. „Fyrstu dagana fannst mér ég líka verða rosalega þreytt þegar minnislekinn var að stoppa. Það var eins og heilinn væri að vinna úr hlutunum og skipuleggja þá betur og um leið nota meiri orku. En þetta náði fljótlega jafnvægi.


Það er frábært að fá jafnvægi á kortisólið og Adapt Life hefur hjálpað mér að læra að slaka á,“ segir Kolbrún. „Allan daginn er maður að gefa af sér og reyna sitt besta, en það er betra að eiga eitthvað eftir þegar heim er komið.“


Adapt Life og Adapt Sport fæst í lyfjaverslunum um land allt.



64 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page