top of page

Hvað eru adaptógen?

Updated: Dec 17, 2020

Adaptógen er flokkur náttúrulegra efna sem einnig mætti kalla “streituvítamín”. Rannsóknir benda til að þessar jurtir geti örvað vörn okkar gegn áhrifum sem verða á frumur líkamans þegar við verðum fyrir ýmsum streituvaldandi áhrifum. Tekið skal fram að virkni þeirra eða fullyrðingar því hafa ekki enn verið skráð hjá EFSA. Þess vegna má ekki fullyrða neitt um virkni þeirra en rannsóknir benda hinsvegar til annars.


Eru þau gagnleg?

Adaptógen eru talin hjálpa líkamanum að ná jafnvægi og vinna gegn streitu. Hægt er að þýða adaptógen sem aðlögunarjurtir og fékk þessi flokkur nafn sitt vegna eiginleika sinna til að hjálpa lílkamanum við það sem hann vantar þá stundina. Þau hafa s.s. ekki einungis einn tilgang heldur aðlaga sig og fara í það hlutverk sem vantar hverju sinni. Af því kemur nafnið adaptógen eða aðlögunarjurtir. Ef viðkomandi er t.d. of þreyttur eða stressaður þá eiga adóptogen að færa viðkomandi úr öfgunum í átt að jafnvægi.


Vörn gegn streitu og kvíða

Adaptógen jurtirnar hjálpa þreyttum nýrnahettum og vinna gegn afleiðingum streitu á líkamann. Frumur fá meiri orku og vellíðan eykst. Þau örva vörn okkar gegn þeim áhrifum sem verða á frumur líkamans þegar við erum stressuð. Aðaleinkenni adaptógena er að þau hjálpa líkamanum að hjálpa sér sjálfum þar sem þau hafa áhrif á frumur líkamans. Þessar aðlögunarjurtir eru ekki töfralausn en geta hjálpað líkamanum að vinna gegn streitu, kvíða, þreytu og orkuleysi.


Adaptógen er opinbert nafn sem samþykkt er af Lyfjastofnun Evrópu og Matvælastofnun Bandaríkjanna.


Eiginleikar adaptógena!

  • Auka líkamlega og andlega orku

  • Auka líkamlegt og andlegt þrek

  • Bæta fyrir áhrif svefnleysis

  • Vernda heila og taugakerfi, sem meðal annars bætir minni og skynjun

  • Geta dregið úr vægum kvíða og streitu

  • Vernda gegn tilteknum tegundum sindurefna428 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page