top of page
Skráning á fyrirlestur um Adaptógen

Takk fyrir skráninguna!

Rannsóknir á Adaptógenum og áhrifum þeirra á streitu og öldrun

 

Fyrirlestur í boði Raritet og Swedish Herbal Institute um rannsóknir á  Adaptógen jurtum  og virkni þeirra á streitu og öldrun.

 

Fyrirlesturinn fer fram á ensku, er ókeypis og öllum opinn en óskað er eftir að fólk skrái þátttöku hér að ofan.

 

Tími: Fimmtudagur 23. janúar kl. 19:30

Staður: Háskóli Íslands, Háskólatorg

Fyrirlesari: Dr. Alexander G. Panossian

 

Dr. Alexander G. Panossian er stofnandi Phytomed AB í Svíþjóð og einn fremsti fræðimaður um Adaptógen í heiminum í dag. Hann mun fjalla um nýlegar rannsóknir á Adaptógenum og hvernig þau geta hjálpað gegn langvarandi streitu, kvíða, kulnun, og öðrum streitu- og öldrunartengdum sjúkdómum. Dr. Panossian verður staddur hér á landi í tengslum við Læknadaga sem haldnir eru 20. – 24. janúar.

Adaptógen eru flokkur náttúrulegra efna sem unnin eru úr jurtum og líkt og andoxunarefni og vítamín eru þau mikilvæg til að viðhalda góðri heilsu og heilbrigðri öldrun. Þau örva varnir okkar gegn ýmsum streituvöldum sem hafa neikvæð áhrif á frumur líkamans og draga úr óæskilegum áhrifum streituhormóna. Rannsóknir benda til þess að Adaptógen séu hjálpleg þegar kemur að því að vernda frumurnar fyrir utanaðkomandi áhrifum, styrkja ónæmiskerfið, lengja lífaldur og bæta lífsgæði almennt.

Víðtækar klínískar rannsóknir sýna að Adaptógen:

  • auka líkamlega og andlega orku

  • bæta líkamlegt og andlegt þol

  • vega upp á móti áhrifum af svefnleysi

  • vernda heila og taugakerfi

  • hafa jákvæð áhrif á minni og athygli

  • draga úr kvíða

  • vernda frumur líkamans gegn oxun

 

Adaptógen virkja innra varnarkerfi líkamans og geta því virkað sem vörn gegn streitu- og öldrunartengdum sjúkdómum s.s. þreytu, kvíða, svefntruflunum og þunglyndi og auk þess ýmsum lífsstílssjúkdómum sem geta verið afleiðing streitu eins og t.d. hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki, bólgum og sjálfsofnæmissjúkdómum. Adaptógen hafa einnig áhrif á endurheimt og hjálpa þannig líkamanum að jafna sig fyrr eftir álag og erfiði.

 

Dr. Alexander G. Panossian er með doktorsgráðu í lífrænni efnafræði og efnafræði náttúrulegra og lífeðlisfræðilega virkra efna frá Yerevan State University í Armeníu. Alexander er einn helsti frumkvöðull í rannsóknum á Adaptógenum og hvernig þau vernda frumubúskap líkamans gegn áhrifum streitu og öldrunar og verndandi áhrif þeirra á taugaboðefni og ónæmiskerfi líkamans. Hann starfaði um árabil fyrir Swedish Herbal Institute og Lyfjastofnun Armeníu en rekur núna sitt eigið ráðgjafafyrirtæki Phytomed AB í Svíþjóð. Hann hefur verið í samstarfi við fjölda Háskóla og var meðritstjóri og aðalritstjóri Phytomedicine, International Journal of Phytopharmacology and Phytotherapy (Elsevier, Germany) frá 2014 -2017. Hann er höfundur eða meðhöfundur um 200 greina í ritrýndum tímaritum.

Áhrif_ad.png
bottom of page